Nú eru æfingar að hefjast aftur hjá knattspyrnudeildinni eftir örlítið hlé. Enn er þó bið á því að hægt verði að æfa í Hamarshöllinni vegna framkvæmda sem eru í gangi innandyra. Vonir standa til þess að um næstu mánaðarmót verði hægt að byrja að æfa í Hamarshöllinni en þangað til verður íþróttahúsið við Skólamörk og Hamarsvöllurinn nýtt til þess. 

Þjálfarar yngri flokka verða þeir Ólafur Jósefsson og Sveinbjörn Jón Ásgrímsson sem er mikill fengur að fá fyrir iðkendur og aðstandendur knattspyrnudeildarinnar. 
Hér að neðan má sjá bráðabirgða æfingatöflu fyrir september og gildir hún þar til æfingar hefjast í Hamarshöllinni. Fyrstu æfingar samkvæmt töflunni hefjast fimmtudaginn 20. september. 

Vonumst til að sjá sem flesta á æfingum. 

Áfram Hamar!!! 

 

aefingatafla_i_september