Hin þroskaða blaklið Hamars gerði sér lítið fyrir í fyrsta leik Íslandsmótsins í 2. deild að sigra ungviðið í HKb. Leikurinn fór illa af stað fyrir Hamarsmenn sem voru lengi í gang og töpuðu fyrstu tveimur hrinunum. Þá fór gamla díslilvélin að malla og Hamar vann næstu þrjár hrinur og þar með leikinn 3-2.  Góð byrjun hjá Hamri sem mætir Fylki í næsta leik á útivelli.