Í tilefni 20 ára afmælis Íþróttafélagsins í mars var ákveðið að gefa út afmælistimarit sem spannar sögu félagsins. Kosin var ritnefnd sem í sátu, Njörður Sigurðsson, Álfhildur Þorsteinsdóttir og Hjörtur Sveinsson. Um er að ræða 40 síðna blað með ýmsum fróðleik um deildir félagsins, viðtöl og myndir úr starfinu.  Blaðið kom úr prentun í gær og var því fagnað með útgáfuhófi í bókasafni Hveragerðis. Stjórn Iþróttafélagsins þakkar ritnefnd, ásamt öllum þeim sem lögðu blaðinu lið með efni eða öðrum hætti.