Gengið hefur verið frá samningum við bakvörðinn Anthony Lee fyrir komandi tímabil.

Anthony kemur til liðsins eftir farsælan feril með Kutztown háskólanum í Ameríska háskólaboltanum. Anthony er mikill skorari og er næst stigahæsti leikmaður skólans frá upphafi, en hann var með 27 stig, 7 fráköst og 5 stoðsendingar að meðaltali í leik á lokaári sínu hjá skólanum.

Mikil ánægja er með samninginn og væntumst við mikils af Anthony sem kemur til landsins í lok sumars.

Hamar hefur samið við Hollendinginn Ruud Lutterman um að
leika með liðinu á komandi tímabili í Fyrstu deild karla.

Ruud er rúmlega tveggja metra kraftframherji sem kemur til
liðsins eftir fjögurra ára nám í Ameríska háskólaboltanum.

Ruud sem er 23 ára gamall lék með bæði U20 og U18 ára
landsliðum Hollendinga og kemur til landsins í lok sumars.

Frá og með 4. Maí getum við aftur hafið æfingar hjá yngri flokkum kkd. Hamars. Þar sem langt hlé hefur verið á æfingum þá munu æfingar standa lengur en fyrri ár og munu allir yngri flokkar æfa út maí mánuð. Æfingatímar verða þeir sömu og voru í vetur en þá má sjá hér að neðan.

Með körfubolta kveðju Daði Steinn yfirþjálfari yngri flokka Hamars.

Æfinagtímar í Maí 2020

Micro bolti 2012-2013 / 1.-2. Bekkur Þjálfari Geir Helgason

Mánudagar kl 13:30-14:10

Miðvikudagar kl 14:10-14:50

Föstudagar kl 13:50-14:30

Micro bolti 2010-2011 / 3.-4. BekkurÞjálfari Daði Steinn Arnarsson og Haukur Davíðsson

Miðvikudagar kl 14:50-15:40

Fimmtudagar kl 14:10-15:00

Föstudagar kl 13:00-13:50

Minni bolti 2008-2009 / 5.-6. Bekkur – Þjálfari Hallgrímur Brynjólfsson

Mánudagar kl 16:00-17:00

Miðvikudagur kl 17:00-18:00

Fimmtudagur kl 17:40-18:40

7-8 flokkur 2006-2007 / 7.-8. Bekkur – Þjálfari Daði Steinn Arnarsson

Mánudagar kl 14:50-16:00

Þriðjudagar kl 16:00-17:30

Fimmtudagur kl 15:00-16.10

Föstudagar kl 16:00-17:30

9-10 flokkur 2004-2005 / 9.-10. Bekkur – Þjálfari Þórarinn Friðriksson

Mánudagar kl 17:00-18:30

Þriðjudagar kl 17:30-19:00

Miðvikudagar kl 15:40-17:00

Fimmtudagar kl 16:10-17:40

Kvennaráð körfuknattleiksdeildar Hamars hefur gert samkomulag við Kristinn Ólafsson um að sjá um þjálfun meistaraflokks kvenna næstu tvö tímabil. Liðið var endurvakið síðastliðið haust og tók Kristinn þá við liðinu sem endaði í 6. sæti 1. deildar í vor. Í liðinu er skemmtileg blanda af ungum leikmönnum í bland við eldri og reyndari leikmenn. Það verður gaman að fylgjast með liðinu á næsta tímabili, en lagt verður upp með að byggja ofan á uppbyggingu síðasta tímabils og gera enn betur næsta vetur. 

Samið hefur verið við Bandaríska leikmanninn Mike Phillips um að leika með liðinu út tímabilið. Mike er 28 ára, tveggja metra framherji sem hefur mikla reynslu sem atvinnumaður.

Hann lék með Howard í fyrstu deildinni í háskólaboltanum, þar var hann með 12 stig og 7 fráköst að meðaltali á lokaárinu sínu.

Mike hefur komið víða við á sínum atvinnumannaferli. meðal annars hefur hann spilað á Spáni, Bolivíu, Chile og núna síðast í Ástralíu.

Miklar vonir eru bundnar við að Mike hjálpi liðinu í baráttunni um laust sæti í Dominos deildinni.

Við bjóðum Mike Phillips velkominn í Frystikistuna!

Ljóst varð í sumar að fyrirliði liðsins Oddur Ólafsson muni halda til Spánar í mastersnám og því ekki leika með liðinu í baráttunni í vetur. Við óskum Oddi góðs gengis og vonumst að sjálfsögðu til þess að sjá hann í Hamarstreyjunni í framtíðinni!

Toni sem er 22 ára að aldri er fenginn til þess að fylla í það stóra skarð sem Oddur skilur eftir sig. Hann kemur úr unglingastarfi Zadar sem er eitt allra sterkasta körfuboltafélag Króatíu. Hann spilaði ungur að aldri 3 tímabil með aðalliði Zadar í efstu deild og kom við sögu í Adriatic deildinni (ABA league), einnig var hann hluti af U18 ára landsliði Króata.

Á síðasta tímabili spilaði Toni með liði KK Pula 1981 í næstefstu deild í Króatíu og skilaði þar 15.6 stigum að meðaltali í leik auk þess að gefa 3 stoðsendingar.

Hamar hafa samið við Bandaríkjamanninn Trent Steen um að leika með liðinu á komandi leiktíð.

Trent er 203 cm miðherji sem er á sínu öðru ári sem atvinnumaður.

Í vetur lék hann með liði Depiro í Maltnensku deildinnii og var þar stigahæsti leikmaður deildarinnar með 26.7 stig og tók þar að auki 10.2 fráköst.

Steen útskrifaðist úr fyrstu deildar Háskóla Arkansas-Pine Buff en þar hlaut hann meðal annars verðlaun fyrir að vera besti varnarmaður ársins í SWAC riðlinum sem og var hann valinn í annað úrvalslið riðilsins sama ár.

Tímabilið áður leiddi Steen lið Pine Buff bæði í stigum og fráköstum.

Björn Ásgeir Ásgeirsson hefur gengið til liðs við uppeldisfélag sitt Hamar en Björn kemur heim til Hveragerðis frá Selfyssingum þar sem hann lék í vetur og skilaði 7.2 stigum að meðaltali í leik. Tímabilið áður lék Björn Ásgeir með Vestra við góðan orðstír.

“Það er alltaf gaman að fá uppalda leikmenn heim og enn skemmtilegra þegar það eru góðir leikmenn sem munu hjálpa liðinu á báðum endum vallarins eins og Björn Ásgeir gerir” segir Máté Dalmay þjálfari Hvergerðinga.

Framherjinn Pálmi Geir Jónsson hefur samið við Hamar um að leika með liðinu á komandi tímabili í 1. deild karla. Kemur hann frá Þór Akureyri, sem sigraði deildina og leikur því í Dominos deildinni á næsta tímabili.

Hamar komst alla leiðina í úrslitaeinvígið, þar sem liðið tapaði fyrir Fjölni.

Pálmi er upprunalega úr Tindastóli, en ásamt Þór hefur hann einnig leikið með Breiðabliki og ÍR. Hann var á síðasta tímabili útnefndur í úrvalslið 1. deildarinnar á lokahófi Körfuknattleikssambandsins. Í 21 leik spiluðum á tímabilinu skilaði hann 15 stigum, 7 fráköstum og 2 stoðsendingum að meðaltali í leik.

Ragnar Jósef hefur gengið til liðs við Hamar eftir frábæran seinni hluta tímabils í fyrra með þeim bláu. Ragnar var á venslasamning frá Breiðablik eftir áramótin og skilaði að meðaltali 13.5 stigum á um 24 mínútum.

Ragnar hefur nú samið við Hamar um að ganga til liðs við félagið og ríkir að sögn þjálfara Hvergerðinga, Máté Dalmay mjög mikil ánægja í herbúðum félagsins.