Entries by

Kristinn Ólafsson þjálfar meistaraflokk kvenna áfram

Kvennaráð körfuknattleiksdeildar Hamars hefur gert samkomulag við Kristinn Ólafsson um að sjá um þjálfun meistaraflokks kvenna næstu tvö tímabil. Liðið var endurvakið síðastliðið haust og tók Kristinn þá við liðinu sem endaði í 6. sæti 1. deildar í vor. Í liðinu er skemmtileg blanda af ungum leikmönnum í bland við eldri og reyndari leikmenn. Það […]

Tap fyrir Grindavík í fyrsta heimaleik ársins

Hamarskonur tóku á móti Grindavík í Frystikistunni í dag. Leikurinn fór jafn af stað, liðin skiptust forystu allan fyrri hálfleikinn og var jafnt í hálfleik 27-27. Hamarskonur voru sprækar og létu ekki óvænt forföll liðskvenna á sig fá en Marín Laufey, Álfhildur og Dagrún Inga voru allar frá vegna meiðsla og veikinda. Gígja Marín fór […]

Hamar á fjóra fulltrúa í æfingahópum yngri landsliða Íslands

Í vikunni voru valdir æfingahópar fyrir yngri landslið Íslands í körfubolta. Hamar á fjóra fulltrúa í þessum æfingahópum og er félagið stolt af þeirra árangri.   Hrafnhildur Hallgrímsdóttir var valin í æfingahóp u-15 ára landsliðs stúlkna. Haukur Davíðsson var valinn í æfingahóp u-15 ára landsliðs drengja. Gígja Marín Þorsteinsdóttir og Helga Sóley Heiðarsdóttir voru valdar […]

Tapleikur á móti toppliðinu

Í gærkvöldi heimsótti topplið Fjölnis Hamarsstúlkur í Frystikistuna. Leikurinn fór rólega af stað og liðin skiptust á að skora. Undir lok fyrsta leikhluta náði Fjölnir smá forskoti og staðan í lok leikhlutans var 14-21 Fjölni í vil.  Annar leikhluti byrjaði nokkuð jafnt en um miðbik leikhlutans meiðist Alexandra Petersen sem hafði byrjað leikinn vel og […]

Hamarssigur í fyrsta leik

Hamar og ÍR mættust í kvöld í íþróttahúsinu í Hveragerði í fyrsta leik 1.deildar kvenna á þessu tímabili. Liðin voru jöfn framan af leik en Hamar tók að síga fram úr undir lok 1. leikhluta, sá leikhluti fór 15-9 fyrir Hamar. Hamar leiddi í hálfleik 32-25. ÍR byrjaði síðari hálfleik af krafti og náði að […]

Leikmenn skrifa undir samninga

Leikmenn Hamars í meistaraflokki kvenna skrifuðu á dögunum undir leikmannasamninga fyrir komandi tímabil. Leikmannahópurinn er að mestu leyti óbreyttur frá því í fyrra og Kristinn mun þjálfa liðið áfram. Þórunn Bjarnadóttir þarf frá að hverfa sem leikmaður en hún á von á barni í desember. Hún hefur þó ekki sagt skilið við liðið heldur skrifaði […]

Kristinn Ólafsson þjálfar meistaraflokk kvenna áfram

Kristinn Ólafsson og Ragnheiður Eiríksdóttir formaður kvennaráðs körfuknattleiksdeildar Hamars handsala samninginn.    Kvennaráð körfuknattleiksdeildar Hamars hefur gert samkomulag við Kristinn Ólafsson um að sjá um þjálfun meistaraflokks kvenna næstu tvö tímabil. Liðið var endurvakið síðastliðið haust og tók Kristinn þá við liðinu sem endaði í 6. sæti 1. deildar í vor. Í liðinu er skemmtileg […]

Íris valin dugnaðarforkurinn

Íris Ásgeirsdóttir, fyrirliði körfuboltaliðs Hamars, var valin „dugnaðarforkurinn“ þegar verðlaun voru veitt fyrir bestu frammistöðu leikmanna á seinni hluta keppnistímabils Domino’s-deildar kvenna. Ljóst er að Hamar á duglegustu leikmenn deildarinnar í vetur en Marín Laufey Davíðsdóttir hafði áður verið verðlaunuð fyrir fyrri hluta mótsins. Frétt tekin af www.sunnlenska.is