Í vikunni voru valdir æfingahópar fyrir yngri landslið Íslands í körfubolta. Hamar á fjóra fulltrúa í þessum æfingahópum og er félagið stolt af þeirra árangri.

 

Hrafnhildur Hallgrímsdóttir var valin í æfingahóp u-15 ára landsliðs stúlkna.

Haukur Davíðsson var valinn í æfingahóp u-15 ára landsliðs drengja.

Gígja Marín Þorsteinsdóttir og Helga Sóley Heiðarsdóttir voru valdar í æfingahóp u-18 ára landslið stúlkna.

 

Þá eru tveir þjálfarar frá Hamri sem að taka þátt í komandi landsliðsverkefnum. Maté Dalmay er þriðji þjálfari u-16 ára liðs drengja og Þórarinn Friðriksson er þriðji þjálfari u-18 ára landsliðs drengja.

 

Við óskum þessum ungu og efnilegu leikmönnum til hamingju með valið og óskum þeim góðs gengis á fyrstu æfingadögunum sem fara fram milli jóla og nýárs.

Landsliðshópana í heild má sjá hér: 

https://www.karfan.is/2018/12/thjalfarar-og-aefingahopar-yngri-landslida-klar-fyrir-verkefni-naesta-sumars/