Hamar hefur gengið frá samningum við leikstjórnandann Jose Medina en leikmaðurinn kemur frá Spáni.

Medina lék með liði Muenster í Pro B deildinni Þýskalandi á síðasta tímabili, en lengst af hefur hann spilað í Leb Silver deildinni heimafyrir á Spáni.

Leikmaðurinn er 27 ára gamall og er væntanlegur til landsins í lok sumars.