Nú er verið að leggja lokahönd á strandblakvöll í Hveragerði. Völlurinn er staðsettur við hlið sundlaugarinnar í Laugaskarði á skjólsgóðum og fallegum stað. Mun hann án efa verða lyftistöng þessarar ört vaxandi íþróttar á Íslandi.