3684476_pc097372Það eru gleðilegar fréttir að æfingar skuli hefjast að nýju hjá stelpum í Hveragerði, en Knattspyrnudeild Hamars hefur ráðið Hjalta Val Þorsteinsson sem þjálfara fyrir 4. flokk kvenna í knattspyrnu. Flokkurinn hefur æfingar á næstu dögum og verður æft 2 – 3 x í viku frá maí – ágúst. Stefnt er að því að fara með stelpurnar á eitt eða fleiri opin mót í sumar og fljótlega verður haldinn foreldrafundur um málið.

Skráning er hafin hjá Ólafi Jósefssyni yfirþjálfara yngri flokka í gsm. 821 – 4583, olafur@hveragerdi.is. Nú þegar hafa 12 stelpur skráð sig, úr 6., 7. og 8. bekk, og búið er að stofnað fésbókarsíðu fyrir flokkinn.