Íþróttafélagið Hamar fagnaði 20 ára afmæli 31. mars á þessu ári. Í tilefni þess verður efnt til afmælisfagnaðar í íþróttahúsinu í Hveragerði fimmtudaginn 19. apríl, sumardaginn fyrsta, kl. 15-17. Ýmislegt verður til skemmtunar og eftirtaldir munu koma fram.

Setning, Hjalti Helgason formaður Hamars 
Hátíðarávarp, Eyþór Ólafsson, bæjarfulltrúi. 
Fimleikasýning fimleikadeildar. 
Tónlistaratriði, Sædís Másdóttir. 
Leikþáttur úr Línu Langsokk.
Zhumba sýning barna. 
Ingó veðurguð tekur lagið.
Hreysti og þrautabraut fyrir krakka í umsjón Laugasports.

Kaffiveitingar, kaka og ís fyrir krakka.

Kynnir: Sævar Helgason

Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.