Nú er mikil eftirvænting eftir að úrslitakeppni hefst hjá strákunum í meistaraflokki. Hamar vann sinn riðil með 34 stig og hafa spilað gríðarlega vel í sumar. Hamar vann 11 leiki, gerði eitt jafntefli og töpuðu 2 leikjum. Liðið skoraði 48 mörk og fengu 19 mörk á sig.

Í úrslitakeppninni eru 8 liða úrslit. Spilað er tvo leiki og sigurvegari samanlagt úr þeim viðureignum kemst í undanúrslit. Hamar mun mæta flottu liði KH í 8 liða úrslitum. KH varð í 2. sæti í sínum riðli. Fyrri viðureignin fer fram á Valsvelli n.k Laugardag kl 13:00. Seinni leikurinn fer fram á Grýluvelli á miðvikudag í næstu viku kl 16:15.

Við vonumst eftir því að Hvergerðingar mæti á völlinn, styðji okkar menn og hjálpi þeim að sigra þessa viðureign. Stuðningur ykkar skiptir gríðarlega miklu máli í þessum leikjum!!