Nýliðar Ham­ars í úr­vals­deild karla í blaki tóku í gær­kvöld á móti deild­ar­meist­ur­um síðustu leiktíðar, Þrótti frá Nes­kaupstað.

Leik­ur­inn fór fram í Hvera­gerði og var leikið fyr­ir lukt­um dyr­um sam­kvæmt fyr­ir­mæl­um Blak­sam­bands Íslands en fyr­ir­komu­lagið var ákveðið í kjöl­farið á upp­lýs­inga­fundi al­manna­varna.

Ham­ars­mönn­um var, þrátt fyr­ir að vera nýliðar, spáð efsta sæti af þjálf­ur­um og fyr­irliðum í deild­inni og má segja að liðið hafi staðið und­ir vænt­ing­um í fyrsta leik.

Sig­ur Ham­ars var ör­ugg­ur en Þrótt­ur átti þrátt fyr­ir það góða spretti og lét Ham­ars­menn vinna fyr­ir stig­un­um þrem­ur. Lokastaðan í leikn­um var 3:0 fyr­ir Ham­ar og unn­ust hrin­urn­ar 25:22, 25:21 og 25:16.

Stiga­hæst­ur í liði Ham­ars var Jakub Madej með 13 stig en stiga­hæst­ur í leikn­um var spænski Þrótt­ar­inn Migu­el Ramos með 14 stig.

Frétt tekin af mbl.is

Mynd: Guðmundur Erlingsson