Á aðalfundi sunddeildar í ár var undmaður Sunddeildar Hamars valinn og var það María Clausen Pétursdóttir sem hlaut þann titil. Hún hefur verið einn af burðarásum sunddeildarinnar. Hún er samviskusöm og leggur sig ávallt 100% fram í öll verkefni sem hún tekur þátt í. María náði lágmörkum inn á Aldursflokkamót Íslands 2. árið í röð og synti einnig vel á Aldursflokkamóti HSK og Héraðsmóti HSK á árinu. María er jákvæður og góður félagi, mikil fyrirmynd og á bjarta framtíð fyrir sér. Við óskum henni til hamingju með titilinn.