Æfingar í sunddeildinni fara vel af stað þetta haustið og gaman er að sjá hve margir hafa verið að mæta á æfingarnar.

Nú er búið að opna fyrir skráningar í Sunddeildina inn á síðu Hamars, https://hamar.felog.is/ Endilega skráið ykkar barn sem fyrst. Þeir sem skrá barnið sitt fyrir 1. október fá vegleg sundgleraugu frá sunddeildinni.

Sjáumst í sundi 🙂
Með kveðju,
stjórn og þjálfari Sunddeildar Hamars