Nú um helgina, 28.-29. Nóvember munu strákarnir og stelpurnar í áttunda flokki spila aðra umferð á íslandsmótinu. Stelpurnar spila í Keflavík í A riðli, fimm bestu lið á landinu, á meðan strákarnir spila í B riðli, sæti 6-10 yfir landið, sem verður spilað í Hveragerði. Bæði lið eru að spila tvo leiki hvorn dag og um að gera að gera sér ferð í íþróttahúsið og hvetja stjörnun framtíðarinnar áfram.

Leikir hjá krökkunum eru:

Laugardagur

Kl 12.00  Hamar – Grindavík  Stelpur/ í Keflavík

Kl 13:00  Hamar – Keflavík  Strákar/ í Hveragerði

Kl 14:00  Hamar – Keflavík  Stelpur/ í Keflavík

Kl 15:00  Hamar – Stjarnan Strákar/ í Hveragerði

Sunnudagur

Kl 10:00  Hamar – Njarðvík b Stelpur/ í Keflavík

Kl 10:00  Hamar – ÍR  Strákar/ í Hveragerði

Kl 13:00  Hamar – Njarðvík  Stelpur/ í Keflavík

Kl 13:00  Hamar – Breiðablik  Strákar/ í Hveragerði