Íþróttafélagið Hamar Hveragerði

Yngri flokkar körfuknattleiksdeildar

Þá hafa allir yngriflokkar hjá körfuknattleiksdeild Hamars lokið keppni þennan veturinn. Um liðna helgi fóru yngstu börnin til Þorlákshafnar þar sem Selfoss, Hamar og Þór hittust og spiluðu sín á milli. Eftir leikina fengu svo allir hressingu og þannig slógum við botnin í vetrarstarfið hjá börnum í 1-4 bekk. Laugardag og Sunnudag var síðasta keppnishelgi hjá MB 10 og var það mót haldið í Garðabæ. Mótið gekk mjög vel og var gaman að sjá framfarinar hjá strákunum í vetur. Einnig fengu hluti af strákunum í 4 bekk að keppa sem b lið og spiluðu gegn strákum einu ári eldri. Virkilega flottir strákar sem gáfu þeim eldri ekkert eftir og unnu alla sína leiki örugglega. Sannarlega björt framtíð í yngir flokkum hjá okkur í Hamri. Fjöldi barna sem æfa er með því mesta sem verið hefur og árangurinn eftir því. Eldri hóparnir munu æfa út Maí mánuðu og þá taka við sumarnámskeið.