Núna er kominn sá árstími að körfuboltinn fer að skoppa á fullu, flest öllum til mikilar ánægju. Það eru stelpurnar okkar sem munu ríða á vaðið á miðvikudaginn kl 19:15 þegar nýkríndir Meistarar Meistaranna Snæfell mæta til leiks. Miklar sviptingar hafa verið á síðustu misserum hjá kvennaliðinu en þær fengu meðal annars nýja mann í brúna, Daða Stein sem flestir þekkja.

Karlarnir eru með svipað lið uppi á teningnum og frá því í fyrra en Oddur Ólafsson er snúinn aftur heim ásamt því að nýr erlendur leikmaður Samuel Prescot er genginn til liðs við félagið. Strákarnir byrja á útivelli gegn Fjölni í dalshúsum á föstudaginn kl 19:30. Við hlökkum til að sjá sem flesta á leikjum liðanna í vetur.

Einnig hélt körfuknattleiksdeildin uppá bingó 16.semptember síðastliðinn á heilsuhælinu. Bingóið var afar vel sótt og var það Auður Pedersen sem hlaut aðalvinning kvöldsins gjafabréf frá Wow air. Á myndinni má sjá Auði ásamt Sigurði bingóstjóra og Lárusi formanni Körfuknattleiksdeildarinnar

Áfram Hamar!