Domino´s deild kvenna hefst á morgun og byrja stelpurnar okkar á heimaleik við ríkjandi Íslandsmeistara í Snæfelli.

Á árlegum kynningarfundi fyrir Domino´s -deildirnar sem haldinn var í Laugardalshöllinni í dag var birt spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna félaganna líkt og venjan er við upphaf hvers tímabils. Ekki er Hamarsstelpum spáðu góðu gengi, en þeim er spáð 7 og neðsta sæti. Stelpurnar ætla auðvita að afsanna þessa spá en liðið hefur vissulega gengið í gegnum töluverðar breytingar frá síðasta tímabili og Daði Steinn tók við liðinu rétt fyrir mót eins og við greindum frá hér á síðunni fyrir skemmstu. Aðeins 7 lið taka þátt í deildinni í vetur þar sem KR gaf sæti sitt eftir og því munu ekki 8 lið spila í deildinni í vetur eins og venjan er.

Stöð 2 Sport mun heldur betur auka  umfang sitt við Domino´s-deildirnar á komandi leiktíð. Nýr samningur KKÍ og Stöðvar 2 Sport er tímamótasamnigur fyrir íslenskan körfubolta, en beinar útsendingar verða í vetur úr öllum umferðum Domino´s deildar kvenna og karla ásamt körfuboltakvöld.

Spá fyrirliða og formanna 2015-2016 – konur

1. Haukar         144

2. Keflavík         107

3. Valur           86

4. Stjarnan       80

5. Snæfell           73

6. Grindavík       67

7. Hamar           30

Mynd: Íris Ásgeirsdóttir er komin úr barneignarleyfi og það er mikill liðstyrkur fyrir Hamarsliðið.

Áfram Hamar!