Salbjörg Ragna Sævarsdóttir var valinn leikmaður 8.umferðar Dominosdeildar kvenna af Morgunblaðinu.  Morgunblaðið hefur þennan hátt á bæði í kvenna og karladeildinni og fékk Salbjörg (Dalla) þessa viðurkenningu í kjölfar sigurs okkar kvenna 70-69 gegn Keflavík. Í umræddum leik tók Dalla 5 fráköst, setti 15 stig, stal þrem boltum, varði 3 skot og var með samtals 23 framlagsstig.  Óskum Döllu til hamingju með þetta og stelpunum öllum til hamingju með sigurinn á Keflavík sem var í meira lagi sætur. Næsti leikur stelpnanna er 29. nóvember í Grindavík.

Úrklippa úr mbl.is

Úrklippa úr mbl.is