Laugardaginn 14. Nóvember fór fram Kjörísmótið í körfuknattleik, mótið var haldið fyrir krakka úr 1.- 4. Bekk og komu keppendur frá 8 félögum. Mótið var spilað í loftbornu íþróttahúsi Hamars þar sem komast hæglega fjórir vellir þannig að keppendur þurftu aldrei að bíða lengi á milli leikja. Fyrir hádegi spiluðu krakkar úr fyrsta og öðrum bekk en eftir hádegi voru krakkar úr þriðja og fjórða bekk, líkt og áður sagði þótti mótið takast vel þar sem leikgleðin var í fyrirrúmi og lögð var áhersla á að allar tímaáætlanir stæðust, í lok móts fengu allir keppendur að sjálfsögðu ís og gjafir frá Kjörís.