Ísfirðingar mættu borubrattir til Hveragerðis í kvöld eftir að hafa nælt í sinn annan sigur gegn Val í síðustu umferð, Hvergerðingar voru þó ekki að stressa sig á því enda höfðu Hamarsmenn unnið þrjá leiki í röð, og sex af síðustu sjö leikjum sínum. Liðin byrjuð nokkuð jafnt, en það voru þó gestirnir sem leiddu í byrjun og náðu mest sex stiga mun 10-16, Hamarsmenn voru ekki að hitta vel úr skotunum sínum gegn svæðisvörn KFÍ, en hvað er betra en að eiga Halldór Jónsson á bekknum þá, Halldóri var skipt inná um miðjan fyrsta leikhluta og enduðu Hamarsmenn leikhlutann með 20-8 sprett og staðan 30-24 eftir fyrsta fjóðung. Í öðrum leikhluta hélt Hamarsvélin áfram að malla og bættu þeir jafnt og þétt við forskotið staðan í hálfleik 54-38. Síðari hálfleikur hefur oft reynst Hamri erfiður en þeir eiga það oft til að detta niður í leik sínum, Það var þó ekki upp á teningnum í þetta skiptið, Strákarnir frá Hveragerði héldu áfram að valta yfir Ísfirðinga og sáust tölur eins og 67-43, 72-45 og þegar leikhlutanum lauk var munurinn 24 stig. 82-58. Síðasti leikhlutinn var því bara leikinn af skildunum einum og náðu Hvergerðingar í enn einn skyldusigurinn, Lokatölur 110-82. Atkvæða mestur hjá Hamri var sem fyrr Þorsteinn Gunnlaugsson með 27 stig og 15 fráköst, En Julian Nelson var einnig með 27 stig, 8 fráköst og 3 stoðsendingar, Allir lögðu þó sitt á vogaskálarnar hjá Hamri og skoruðu allir leikmenn liðsins, að fráskyldum Mikael Rúnari, Hjá KFÍ var það Nebojsa með 26 stig en aðrir minna.