Hamarsmenn fengu nágranna sína frá Selfossi í heimsókn í frystistunna í Hveragerði í kvöld. Bæði lið vildu enda taphrinur sínar en Hamarsmenn höfðu tapað síðustu þrem leikjum en Fsu síðustu tvem.
Hamarsmenn byrjuðu leikinn af miklum krafti og komust í 10-2 en þá tók Fsu leikhlé. Þeir unnu sig inn í leikinn enn þó voru Hamarsmenn alltaf skrefinu á undan og var staðan eftir fyrsta leikhluta 28-22. Í öðrum leikhluta snérust þó hlutirnir við og Fsu tók stjórnina, þeir jöfnuðu metin í 30-30 og Hamarsmenn tóku leikhlé. Fsu héldu þó áfram að keyra á þá og komust þeir í 39-44 þegar tæpar þrjár mínútur voru eftir. Þá tók Hamar aftur leikhlé og jafnaðist leikurinn. Staðan 40-45 Fsu í vil. Stigahæðstur í liði Hamars var Danero með 17 stig en Pryor var með 15 í liði gestanna. Síðari hálfleikur hófst líkt og leikurinn byrjaði með áhlaupi heimamanna. Eftir þrjár mínútur tók Fsu leikhlé og Hamarsmenn komnir yfir 47-45. Hart var barist inná vellinum og voru bæði lið að fá mikið af villum á sig, hjá gestunum voru Pryor og Svavar komnir með fjórar og hvíldu þeir út leikhlutann. Þriðji leikhlutinn var allur jafn og fyrir loka fjórðunginn var staðan 62-60 fyrir Hamar. Danero var komin með 28 stig en hjá gestunum var Ari að stíga upp með 20.
Í fjórða leikhuta var mikil spenna og hart barist um alla bolta. Hamars menn komust í 70-62 en FSu jafna 70-70 og Hamar tekur leikhlé með 6:02 eftir á klukkunni. Þegar um ein og hálfmínuta var eftir setti Halldór Jónsson risa þrist fyrir heimamenn og kom muninum í 83-76 FSu skoraði síðan í næstu sókn og stálu boltanum og Pryor tróð með tilþrifum. 83-80. Hamarsmenn töpuðu síðan boltanum í næstu sókn og Fsu tók leikhlé með 33 sekúndur á klukkunni. Svavar fékk boltan fyrir utan línuna og setti niður trölla þrist og janaði metinn. Hamarsmenn tóku þá leikhlé og voru 25 sek eftir. Aron fékk fínt skotfæri en það geigaði og Fsu hélt í sókn. Boltinn hrökk útaf þegar 4 sekúndur voru eftir og Fsu átti innkast. Pryor fékk boltan og skaut, en boltinn skoppaði af hringnum og því þurfti framlengingu.
Í framlengingunni skiptust liðin á að skora stórar körfur og í stöðunni 96-94 byrjuðu Hamarsmenn að taka framúr og kláruðu þeir leikinn á línunni lokatölur 101-97. Hjá Hamri var Danero Thomas atkvæðamestur með 42 stig, 10 fráköst og 5 stoðsendingar, næstur á eftir honum var Halldór Jónsson með 20 stig. Í liði Fsu var Ari með 27 stig og Pryor með 25 stig og 11 fráköst. Hamarsmenn unnu þar með sinn fyrsta heimaleik og enduðu taphrinu sína, en Fsu þarf að bíta í súrt epli og erum þeir búnir að tapa síðustu þrem leikjum.
Mynd/Guðmundur Karl