Íslandsmót öldunga, stærsta öldungumóti sem haldið hefur verið er nú lokið.

Mótið var haldið í Mosfellsbæ undir styrkri stjórn Aftureldingar.

Hamar sendi 4 lið til keppni, 2 í kvennaflokki og 2 í karlaflokki.

Kvennaliðin spiluðu í 3. deild og 7. deild en karlaliðin í 3. og 4. deild.

Árangurinn var ágætur en öll liðin héldu sætum sínum í deild. Þriðju deildar lið kvenna gerði gott betur og hafnaði í 2. sæti og mun því spila í 2. og næstefstu deild að ári líkt og á Íslandsmótinu.

Öldungamótið á næsta ári verður svo í höndum KA fólks á Akureyri að ári.