Hefðbundnu íþróttastarfi er að ljúka um þessar mundir og er óhætt að segja að Íþróttafélagið Hamar hafi verið kraftmikið og sýnilegt í hinum ýmsu íþróttakeppnum nú í vetur. Í öllum deildum náðist góður árangur á íþróttamótum og voru áhorfendapallarnir oft þétt setnir í íþróttahúsinu og oft mannmargt í Hamarshöllinni. Myndin hér að ofan er frá úrslitakeppninni í körfuboltanum en þar átti lið Hamars marga góða leiki og gladdi hjörtu áhorfenda í troðfullu húsi. Stutt er þar til sumardagskrá tekur við þar sem knattspyrnan, skokkhópur og fleiri deildir munu starfa á fullu og hlökkum við til að fylgjast með framgangi okkar fólks í sumar.