Tvær stúlkur úr hinum efnilega 9.flokk kvenna hjá Hamri hafa verið valdar í lokahóp 15. ára landsliðs íslands. Stúlkurnar eru Gígja Marín Þorsteinsdóttir og Helga Sóley Heiðarsdóttir og eru báðar uppaldar í Hamri og mikil efni þar á ferð, það er von kkd Hamars að aðrir yngri flokka iðkenndur í Hveragerði taki sér þær til fyrirmyndar og sjái hvað er hægt með eljusem og miklum áhuga. Stelpurnar munu fara með 15 ára landsliði íslands til keppni í Kaupmannahöfn dagana 16.-18. júní.