Nú í sumar velur Körfuknattleikssamband Íslands nokkra aldurhópa í mismunandi landsliðsverkefni. Eitt af þessum verkefnum er æfingahópur hjá krökkum fæddum 2002, svo vel stöndum við hjá Hamri að við eigum fimm krakka sem tóku þátt í þessu landsliðsverkefni helgina 11.-12. júní. Þetta voru þau Helga Sóley Heiðarsdóttir, Gígja Marín Þorsteinsdóttir, Gunnhildur F. Hallgrímsdóttir, Guðjón Ingason og Arnar Dagur Daðason. Þessir flottu fulltrúar okkar Hamarsmann stóðu sig að sjálfsögðu öll virkilega vel og voru sjálfum sér og félaginu til sóma. Björt framtíð hjá þessum krökkum sem og körfuknattleiksdeild Hamars.