Hamar mætti liði Álftanes á Grýluvelli við toppaðstæður í gærkvöldi. Ljóst var að um hörkuleik yrði að ræða þar bæði lið eru í toppbaráttu í D – riðli.

Hamars liðið byrjaði leikinn vel en liðið var þétt og baráttu glatt og skoraði Hassing tvö mörk í fyrri hálfleik en bæði komu eftir að Hamars liðið hafði unnið boltann ofarlega á vellinum. Hamar var nær því að bæta við marki heldur en Álftanes að skora en staðan 2 – 0 í hálfleik.

Álftanes komu með meiri baráttu í þann seinni en vörn Hamars hélt alveg fram á 79 mínutu þegar Álftanes skorar eftir aukaspyrnu.

Bæði lið héldu áfram að sækja en án þess að skora og 2 – 1 sigur niðurstaðan í hörku leik.

Með sigrinum er Hamar komið í 2. sætið í riðlinum einu stigi yfir Álftanes og með leik til góða.

Hamar er einnig ennþá ósigrað í Íslandsmótinu.

Næsti leikur er á Miðvikudaginn á móti Kríu en leikið verður á Seltjarnarnesi.