Hamar mætti Kríunni við frábærar aðstæður á Vívaldi vellinum í gærkveldi.

Hamarsmenn vildu ólmir fylgja eftir flottum sigri á Álftanesi í síðustu umferð og byrjuðu leikinn í gær af krafti.

Spilamennskan var flott en þeir létu boltann ganga vel sín á milli og sköpuðu sér mikið af færum sem þeir nýttu illa.

Sigmar skoraði fyrsta mark sitt fyrir Hamar þegar  að hann tók skemmtilega á móti fyrirgjöf frá Daniel og skoraði af stuttu færi.

Hassing var svo á ferðinni stuttu síðar eftir góða sókn upp hægri kantinn og staðan orðin 2 – 0.

Það urðu lokatölur en bæði lið skiptust á færum í seinni hálfleik án þess þó að skora.

Með sigrinum er Hamar í öðru sæti 2 stigum á eftir KH en þessi lið mætast í toppuppgjöri í næstu viku á Valsvellinum.