Ingþór Björgvinsson hefur gengið til liðs við Hamar á lánssamningi frá Selfossi. Ingþór hefur spilað síðustu tvö tímabil með Selfossi í 1. deildinni. Ingþór er uppalinn í Hamar og hefur alla tíð spilað með liðinu að utanskildri dvöl hans á Selfossi. Hann hefur spilað 108 leiki og skorað 17 mörk fyrir Hamar. Ingþór var fyriliði liðsins á árunum 2013 og 2014. Við erum í skýjunum yfir að fá Ingþór aftur heim og hjálpa Hamri í barráttunni um að komast upp um deild.

Ingþór mun spila sinn fyrsta heimaleik í tvö ár á Grýluvelli í kvöld þegar liðið tekur á móti Vatnaliljunum.

Ingþór Björgvins

Ingþór í leik með Hamri.