Á morgun er fyrsti heimaleikurinn hjá Hamarsstrákunum í 1.deildinni þetta tímabilið og það er enginn smá leikur! Sannur suðurlandsslagur þegar FSu kemur í heimsókn í frystikisuna og hefst leikurinn kl: 19:15.

Strákarnir hafa farið vel af stað í Íslandsmótinu og unnið báða útileikina gegn Val og Breiðabliki. FSu hefur unnið einn af sínum leikjum og tapað einum. Þetta eru ávalt svaka leikir þegar þessi tvö lið mætast og það verður enginn svikinn af því að mæta í frystikistuna á morgun.

Fyrir þá fáu sem ekki komast geta horft á leikinn á þessum link http://www.hamarsport.is/korfubolti/hamar-tv/

Áfram Hamar!