Á aðalfundi körfuknattleiksdeildar Hamars sem haldin var um miðjan febrúar 2018 voru samþykkt lög körfuknattleiksdeildar Hamars. Lögin eru unnin upp úr lögum íþróttafélags Hamars en eru þó aðlöguð að sérþörfum kkd Hamars. Helstu breytingar eru að nú er bundið í lög körfuknattleiksdeildar að ef haldið er úti meistaraflokki hjá félaginu skal vera starfandi sérráð fyrir þann meistaraflokk, sitthvort kynið. Ráð meistarflokka fer með daglegan rekstur viðkomandi meistarflokks og sér um fjármál viðkomandi flokks ásamt þvi að ráða þjálfara fyrir sína flokka. Áfram er þó starfandi stjórn körfuknattleiksdeildar sem hefur yfirumsjón með öllu starfi körfuknattleiksdeildar Hamars.