Flottur Hamars sigur á nýju ári.

Stelpurnar okkar með góðan og verðskuldaðan sigur í dag á Grindavík sem spiluðu án kana núna og Embla farin í Keflavík en okkar stelpur ekki með Þórunni og Bjarney sem vanalega drippla. Það kom ekki að sök og allar lögðu sitt að mörkum til sigurs. Systraveldið úr Laugarskarði skilaði sínu og Helga Sóley skilaði góðum leik en annars var liðsheldin mjög flott í dag.

Grindavík spiluðu aðeins á uppöldum stelpum líkt og Hamar í dag. Mikið um tapaða bolta en drengilega tekist á í vörn. Skotnýtingin var lélég framan að og afar slöpp í 3. leikhluta sem fór 9-9. Grindavík var í forustu fyrir síðasta leikhluta 38-39. Það var hinsvegar frábær leikur Álfhildar í síðasta leikhluta sem setti tóninn og Hamar vann hann með 26 stigum gegn 18 stigum gestanna og munaði þar mikið um villuvandræði Grindavíkur sem og að hittnin hrökk í gang hja okkar stelpum og lokatölur 64-57. Sigri vel fagnað í leikslok. 

Tölfræðin eitthvað skrítin en það vantaðu töluvert upp á skráð fráköst á bæði lið. Álfhildur var aðeins skráð með 8 fráköst í öllum leiknum en augljóst var að þau voru mun fleiri og allt liðið mjög öflugt í fráköstum í dag.

Álfhildur með 23 stig og Helga Sóley með 15 stig hjá okkar stelpum en aðrar minna. Hjá Grindavík var Halla í ham (23 stig) en hún var með frábæra innkomu af bekk og skotnýtingu upp á 100% utan af velli en 76% frá vítalínunni, þar á eftir kom Natalía Jenný með 14 stig.

Tölfræði úr leiknum