Stjórn körfuknattleiksdeildar Hamars hefur ákveðið að segja upp samningi sínum við Ara Gunnarsson þjálfara meistaraflokks karla. Körfuknattleiksdeild Hamars vill þakka Ara fyrir samstarfið og óska honum velfarnaðar á nýju ári. Hallgrímur Brynjólfsson mun taka við liðinu út tímabilið ásamt því að stýra kvenna liði félagsins og mun Oddur Benediktsson verða honum til aðstoðar.