Búið er að draga í fyrstu tvær umferðir í Borgunarbikar karla. Fyrsta umferðin fer fram laugardaginn 3. maí en önnur umferðin er á dagskrá tíu dögum síðar.

Hamar fékk heimaleik á móti Snæfell sem spilaður er laugardaginn 3. maí.  Ef Hamar slær út Snæfell fáum við annan heimaleik þriðjudaginn 13. maí á móti KFR eða Álftanes.