Hamarsmenn unnu auðveldan sigur á botnliði Ármanns í kvöld. Hamarsmenn mættu án Chris Woods í leikinn í kvöld sem fékk að hvíla fyrir leikinn sem er á Sunnudaginn gegn Val á Hlíðarenda. Hamarsmenn leiddu eftir fyrsta leikhluta 39-11 og var leikurinn strax búinn. Allir leikmenn liðsins komust á blað, en stigahæðstur var Erlendur Ágúst annan leikinn í röð með 21 stig. Næstur var milli nafni hans Guðjón Ágúst með 18 stig og 9 fráköst, Hilmar skoraði 10 stig ásamt Birni Ásgeiri, Smári 9 stig og 7 stoðsendingar, Bjarki, Örn og Diddi settu 8 stig en Diddi var einnig með 11 fráköst. Oddur og Rúnar Ingi settu 6 stig hvor og Arvydas var með 4 stig. Snorri var svo með 3 stig á þeim 2 mínútum sem hann lék. Lokastaðan í leiknum var 111-71. Sigurinn kemur Hamarsmönnum uppí 18 stig með fjórar umferðir eftir. Vestramenn anda svo í hálsmálið á Hamri með 16 stig, en þurfa þó að treysta á að Hamarsmenn tapi 2 leikjum útaf innbyrgðis viðureigninni. FSu eru svo með 14 stig en hafa leikið einum leik meira og þurfa því að vinna rest ætli þeir sér yfir Hamarsmenn í deildinni.
Næsti leikur er strax á Sunnudagskvöldið kl 19:30, en þar geta Hamarmenn gull tryggt 5 og síðasta sætið inní úrslitakeppnina.