Sunnudagsbadmintonið byrjaði í dag og mættu hátt í 30 manns til að iðka íþróttina. Sá yngsti var 5 ára og sá elsti yfir sjötugt. Spilað var á 7 völlum í einliðaleik, tvíliðaleik og frjálsu spili 🙂

Við minnum á það að öllum er heimil þátttaka í þessum tímum. Fyrsti tíminn er frír en eftir það er borgað 500 kr. á mann og 1.000 kr. á fjölskyldu óháð stærð. Frítt er fyrir þá sem hafa keypt önnur námskeið á vegum badmintondeildar.

Sjá nánar á facebook síðu Badmintondeildar.