10. flokkur kvenna

Helgin var viðburðarík hjá yngri flokkum Hamars og var farið um víða vegu í keppnisferðir Stelpurnar í 10. Flokki voru að spila á Hvammstanga þar sem þær öttu kappi við Snæfell og sameiginlegt lið Kormáks og Tindastóls. Það er óhætt að segja að stelpurnar hafi verið afskaplega heppnar með keppnishelgi þar sem Hvalfrjarðargönginn voru lokuð og farið var nokkur ár aftur í tíman og Hvalfjörðurinn keyrður. Það er þó með þetta eins og önnur keppnisferðalög að ef góða skapið er með í för það verður allt miklu léttara og það var rauninn að þessu sinni.  Því miður vanns ekki sigur í þessari ferð en allri komu þó sáttir heim J

-Hamar – Snæfell  29-53

-Hamar – Kormákur/Tindastóll  34-53

IMG_0346

 

9. flokkur karla

Strákarnir í 9. Flokk Hamars þurftu að fara aðeins styttra en stelpurnar í 10. Flokk og var þeirra mót haldið í íþróttahúsi kennaraháskólans í Reykjavík. Strákarnir þurftu að byrja í D-riðli þar sem Hamar dróg lið sitt úr keppni síðastliðinn vetur og til að gera langa sögu stutta þá unnu strákarnir alla sína leiki örugglega og spila því í C-riðli næst, frábært hjá strákunum og vonandi gengur jafnvel á næsta móti.

-Hamar – Ármann  62-53

-Hamar – KFÍ  68-28

-Hamar – Njarðvík b  63-44

 

7. flokkur kvenna

Stelpurnar í 7. Flokki spila í sameiginlegu lið með Hrunamönnum og voru þær að spila í A-riðli, mótið var haldið að Flúðum og voru spilaðir tveir leikir á laugardag og tveir leikir á sunnudag. Á laugardeginum spiluðu stelpurnar fyrst við KR þar sem öruggur sigur vannst og eftir það spiluðu þær við ríkjandi Íslandsmeistara úr Grindavík þar sem um hörkuleik var að ræða, stelpurnar töpuðu leiknum með þremur stigum en geta verið virkilega stoltar og sýndu svo sannarlega að þarna eru fullt af efnilegum stúlkum á ferðinni.  Sunnudagurinn hófst svo á leik við Keflavík þar sem okkar stelpur virtust ekki alveg vera komnar á fætur og tapaðist hann því miður en gengur bara betur næst. Síðast leikurinn á mótinu var síðan gegn Njarðvík og þar var sigur okkar stúlkna aldrei í hættu og góður endir á góðri helgi sem fer svo sannarlega í reynslubankann hjá stelpunum.

-Hrunnamenn/Hamar – KR  77-12

-Hrunamenn/Hamar – Grindavík  39-42

-Hrunamenn/Hamar – Keflavík  21-34

-Hrunamenn/Hamar – Njarðvík  44-38

 

Minni bolti karla

Hamar-Hrunamenn og Þór senda sameiginlegt lið til keppni í þessum aldurshópi og voru strákarnir að keppa í Stykkishólmi, spilaðir voru tveir leikir á laugardag og tveir leikir á sunnudag.  Strákarnir voru að spila í B-riðli og annsi mörg stór félög sem keppt var við, á laugardeginum var byrjað á að spila við Fjölni þar sem öruggur sigur okkar manna var staðreynd og allt í blóma. Seinni leikurinn á laugardeginum var síðan gegn Njarðvík og okkar menn enn í gírnum og öruggur sigur staðreynd og frábær laugardagur að kveldi kominn. Á sunnudeginum var síðan fyrri leikurinn við  Grindavík og fyrirfram ljóst að erfit verk væri fyrir höndum, strákarnir stóðu sig hinsvegar frábærlega og lönduðu fjögura stiga sigri og allt í blóma líkt og Blómstrandi dögum í Hveragerði J.  Síðasti leikurinn hjá strákunum var síðan við Snæfell og fyrir hann orðið ljóst að okkar strákar væru búnir að tryggja sér sæti í A-riðli og auðvitað kláruðu strákarnir verkið með sóma þar sem öruggur sigur á Snæfell var staðreynd. Frábærri helgi lokið og allir gátu haldið sáttir heim J

-Hrunamenn/Þór/Hamar  – Fjölnir  53-28

-Hrunamenn/Þór/Hamar – Njarðvík  75-29

-Hrunamenn/Þór/Hamar – Grindavík  35-31

-Hrunamenn/Þór/Hamar – Snæfell  59-36