Á aðalfundi Íþróttafélagsins Hamars var tilkynnt hvaða iðkendur voru valdir sem íþróttamenn/konur deilda. Er það vaskur hópur hæfileikaríkra íþróttaiðkenda sem sjá má hér á þessari mynd:

Íþróttamenn/konur hverrar deildar voru valdir (af deildum) sem hér segir:

Badmintonmaður ársins: Margrét Guangbing Hu
Blakmaður ársins: Ragnheiður Eiríksdóttir
Fimleikamaður ársins: Birta Marín Davíðsdóttir
Knattspyrnumaður ársins: Hafþór Vilberg Björnsson
Körfuboltamaður ársins: Helga Sóley Heiðarsdóttir
Sundmaður ársins: María Clausen Pétursdóttir

Á aðalfundi Íþróttafélagsins Hamars, sem haldinn var 25. febrúar 2018 var svo íþrótamaður Hamars fyrir árið 2017 valinn af framkvæmdastjórn Hamars. Var það Margrét Guangbing Hu sem var valin og er hún því rétt kjörin Íþróttamaður/kona Hamars fyrir árið 2017. Aðalstjórn óskar Margréti innilega til hamingju með verðskuldaða viðurkenningu.