Laugardaginn 22. mars hélt meistaraflokkur Hamars hópa og firmakeppni.  Það er hægt að segja að keppnin heppnaðist mjög vel og tóku tíu lið þátt eða allt að níutíu þáttakendur.

1909384_220428468152120_1670106977_o

 Þarna sáust mörg frábær tilþrif og margar gamlar kempur tóku þátt.  Það sem stóð uppúr er að allir skemmtu sér vel og eingin meiddist.  Einnig eru allir sammála um að ekki voru um nein ljót brot eða einhverskonar leiðindi að ræða.
1559408_220427728152194_1460728016_o
 
Það er skemmst frá því að segja að liðið Brendan babes vann þetta mót með því að leggja lið Hermans Hreiðarssonar Stracta Hotels í úrslitaleik 3-1.
1912225_220428864818747_1022752605_n
 
Lið Stracta Hotels endaði í öðru sæti.
 
Í þriðja sæti urðu svo kempunnar frá Kjörís sem lögðu lið Barnaverndarstofu 3-0.  Barnaverndarstofa varð reyndar að gefa leikinn þar sem ekki náðist í lið hjá þeim þegar þarna var komið.
1948227_220429104818723_1181020671_n
 
Lið Kjörís endaði í þriðja sæti.
1962196_220426228152344_890068436_o
Þorsteinn T. Ragnarsson sýnir frábær tilþrif í markinu.
 
Hér eru svo þau lið sem tóku þátt:
Brendan babes.
Stracta Hotels
Kjörís
Barnaverndarstofa
Jötunn Vélar
Hveragerðisbær
CF Hengill.
Arn-Verk ehf.
Dominos
Frost og Funi