Þá er komið að öðrum heimaleik hjá strákunum í 1. deildinni á þessu tímabil en þeir hafa spila þrjá útileiki og unnið tvo þeirra en tapað einum. Eini heimaleikurinn sem búin er var spennu sigur á FSu. Skagamenn koma í heimsókn í frystikistuna í kvöld og þeir hafa farið vel af stað í deildinni með þrjá sigra og eitt tap eins og okkar strákar. Leikurinn er mjög mikilvægur báðum liðum og því má búast við hörkuleik.

Leikurinn hefst kl: 19:15 og rjúkandi heitar pizzur í sjoppunni 🙂

Allir að fjölmenna í frystikistuna í kvöld og styðja strákana.

Áfram Hamar!