Þá er ljómandi góðu Unglingamóti HSK lokið.  Hamar varð í 2. sæti með 50 stig en Dímon á Hvolsvelli sigraði örugglega með 107 stig.
Okkar fólk stóð sig með sóma, margir yngri sundmenn kepptu á sínu fyrsta sundmóti og tókst vel upp. Dagbjartur Kristjánsson sigraði í öllum sínum greinum.
Það verður frí á morgun mánudag 18. nóvember en mætum svo þriðjudaginn 19. nóvermber hress og kát og höldum áfram að æfa vel, læra nýja hluti og bæta allt það sem hægt er að gera betur. Eitt það skemmtilegasta við sundiðkun er að það er endalaust hægt að bæta sig! Sjáumst hress.

Öll úrslitin á mótinu hér..úrslit

Nokkrar myndir frá mótinu ..

O     OO