Árni Þór Hilmarsson landsliðsþjálfari undir 15 ára liðs kvenna valdi nú á dögunum lokahóp fyrir Copenhagen Invitational mótið í Danmörku sem haldið verðurí júní næstkæmandi.

Hamar á tvo fulltrúa í þeim hóp þar sem þær Helga Sóley Heiðarsdóttir og Gígja Marín Þorsteinsdóttir voru báðar valdar í lokahóp. Þetta er frábær árangur hjá þessum metnaðafullu stelpum sem hafa svo sannarlega lagt mikið á sig síðustu ár. Þær leika með sameiginlegu liði Hamars og Hrunamanna sem leikið hefur í A-riðli síðustu ár undir stjórn Hallgríms Brynjólfssonar. Hrunamenn eiga einnig fulltrúa í liðinu en það er hún Perla María Karlsdóttir.

Óskum þeim til hamingju með þennan frábæra árangur