Hvergerðingar tóku á móti HK-ingum í kvöld í 3ja leik liðanna í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn í blaki karla.
Hamarsmenn mættu vel stemmdir til leiks, innan vallar sem utan, en aldrei hafa jafn margir áhorfendur sést á blakleik í Hveragerði.
3-0 sigur Hamars var nokkuð öruggur. Fyrstu tvær hrinurnar fóru 20-25, en þrátt fyrir hetjulega baráttu HK í þriðju hrinu, dugði það ekki til og vann Hamar hrinuna 21-25.  Úrslitin voru þar með ljós og Íslandsmeistaratitillinn Hamarsmanna.
Úrvalsdeildarlið Hamars var stofnað haustið 2019 og hefur liðið unnið alla titla sem í boði hafa verið síðan. Tvöfaldir deildameistarar, tvöfaldir Kjörísbikarmeistarar, Meistarar meistaranna og nú tvöfaldir Íslandsmeistarar.

Meðfylgjandi mynd er af leikmönnum Hamars og ungum aðdáendum sem hvöttu þá til dáða í kvöld.

Click here to add your own text