Hamar og Vestri áttust við í dag í síðasta leik deildarkeppninnar í vetur hjá báðum liðum.

Hamar vann fyrir leikinn í gær 3-1 eftir að hafa tapað fyrstu hrinunni en í dag var annað uppi á teningnum.

Eftir mikið leikjaálag undanfarið sá Radek sér ekki annað fært en að hvíla sjálfur auk þess sem uppspilarinn Damien er enn tæpur í baki. Þeir sátu því hjá í dag og fengu Pawel Kapelko og Haraldur Örn Björnsson að reyna sig allan leikinn.

Eins og búast mátti við með þetta miklar breytingar á liðinu var róðurinn þungur og fór svo að lokum að leikurinn tapaðist 3-0.

Maður leiksins í liði Hamars var Hafsteinn Valdimarsson með 11 stig.