Hattarmenn mættu í Hveragerði með Domino´s bragð í munninum. Með sigri myndi Höttur tryggja fyrsta sætið og þar með sæti í Domino´s-deild karla. Leikurinn var hnífjafn og mikilspenna í leiknum í byrjun.

Gestirnir leiddu 22-25 eftir fyrsta fjórðung. Annar leikhluti bauð síðan uppá taumlausa skemmtun í báðar áttir, fyrst náði Höttur 7 stiga forskoti 34-41, en Hamarsmenn tóku áhlaup 24-6 og staðan 58-47 í hálfleik.

Höttur byrjaði af krafti í seinni og saxaði á forystu Hamars, en þó hægt þar sem öll skot duttu báðu megin. Staðan 88-83 eftir 3.leikhluta. Í fjórða leikhluta kviknaði svo endanlega í netinu, Hamarsmenn enduðu á að setja niður 13 þrista í 23 tilraunum, en Höttur 13 af 25. Höttur minnkaði muninn minnst niður í 4 stig 99-95 en þá sögðu heimamenn stopp og halda spennu í deildinni.

Hamarsmenn klífa aftur upp í annað sætið og trúa stöðugt á fyrsta sætið enn. Atkvæðamestir voru hjá heimamönnum Julian með 33 stig, 13 fráköst, og 5 stoðsendingar, Þorsteinn setti 23 stig, 13 fráköst, Snorri sallaði niður 20 og Örn 19. Hjá Hetti var Tobin með 40 stig og 10 fráköst og Viðar 21 stig

Hér má svo sjá viðtöl eftir leik https://www.facebook.com/video.php?v=395478990629897&set=vr.395478990629897&type=2&theater&notif_t=video_processed

Umfjöllun: Í.Ö.G
mynd/ Guðmundur Erlingsson