Ragnheiður Eiríksdóttir var útnefnd blakmaður Hamars fyrir árið 2014 á aðalfundi blakdeildar í janúar. Ragnheiður hefur stundað blak með Hamri undanfarin ár og hefur hún tekið afar miklum framförum á þeim tíma. Ragnheiður leikur vanalega sem kantsmassari og hefur hún átt sinn þátt í velgengni Hamars í Íslandsmótum undanfarinna tveggja ára þar sem kvennaliðið hefur unnið sig úr þriðju deild í þá fyrstu á tveimur árum.  Ragnheiður er gríðarlega áhugasöm og leggur sig alltaf vel fram á æfingum og keppni.  Jafnframt er Ragnheiður góður félagi og leggur sitt af mörkum að gera liðsfélagana liðugri með sínum víðfrægu teygjuæfingum. Blakdeild óskar Ragnheiði til hamingju með titilinn.