Hálka á Heiðinni í kvöld en hiti í Frystikistunni og leikur Hamars og Vals bauð upp á góða spennu og králega framfarir að hálfu heimakvenna en Valur silgdi að endingu sigrinum heim 54-64 með öflugri vörn síðustu mínútur leiksins.
Heimakonur með Sydnei Moss sem nýjan leikmann byrjuðu á að komast í 4-0 en Valskonur jöfnuðu jafn harðan 4-4 og þannig leið fyrsti hálfleikur en Valur náði 12-18 forustu áður en Sidney Moss setti 2 síðustu stig leikhlutans og 14-18. Joanna Harden byrjaði á bekknum ásamt Kristrúnu Sigurjóns en þær komu þó við sögu í enda leikhlutans.
2.leikhluti var jafn á öllum tölum en Þórunn Bjarna kom Hamri yfir 19-18 með góðum þrist en að loknum fyrri hálfleik héldu Valskonur enn forustu, 33-35. Guðbjörg með 3ja stiga körfu undir lok leikhlutans og var að öðrum ólöstuðum best á vellinum í fyrri hálfleik.
Valskonur og Gústi gerðu smátt og smátt þrautirnar þyngri fyrir heimakonur í 3. og 4. leikhluta með öflugri varnarleik og pressu sem skilaði því að Hamar sóttist sóknin seint og voru oftar en ekki að nýta slæm skot til að ljúka sóknunum áður en skotklukkan gall. Þrátt fyrir þetta héldu Hamarskonur sig inn í leiknum og voru á stundum óheppnar með skotin sín, 47-52 að loknum 3. leikhluta og allt gat gerst.
Eftir að Sóley Guðgeirs setti þrist og minnkaði muninn í 50-54 þegar rúmar 8 mínútur lifðu leiks komu aðeins 4 stig heima kvenna meðan Valur setti 11 stig og silgdu sigrinum heim nokkuð öruggt.
Best hjá Val í kvöld var klárlega Ragna Margrét með 18 stig og 17 fráköst (33 framlagsstig) Guðbjörg öflug, sérstaklega í fyrri hálfleik, með 16 stig í kvöld en aðrar minna. Það vakti nokkuð athygli undirritaðs slakt framlag hjá Joanna Harden í kvöld. Hvort sem skotnýting upp á 8% innan teigs sé valdur þess að hún byrja á bekknum eða öfugt má ljóst vera að hún hefur átt betri leik en í kvöld og Valur á mikið inni hjá henni sem og Fanney Lind sem allir vita að getur miklu meira en hún sýndi þetta kvöldið. Fanney var þó öflug varnarlega þó svo að skotin hafi verið off í kvöld.
Hjá Hamri var nýji leikmaðurinn Sydney Moss öflug með 18 stig og 10 fráköst en Þórunn var einnig skeinuhætt sínum gömlu félögum með 11 stig, 8 fráköst og 5 stoðsendingar. Annars var byrjunarlið Hamars að skora 52 af 54 stigum meðan bekkurinn hjá Val var með 18 stig og í því liggur munurinn.
Tölfræði úr leiknum er að finna inn á kki.is

Næsti leikur Hamars er mikilvægur í ljósi stöðunnar í deildinni en það er útileikur gegn Blikum á laugardag kl 16:30 í Kópavoginum.

Myndasíða Gumma Erlings.