Á morgun föstudag taka Hamarsmenn á móti Ísfirðingum í KFÍ og hefst leikurinn kl: 19:15. KFÍ hefur spilað sjö leiki í deildinni og unnið tvo á meðan Hamar hefur spilað sex leiki og unnið fimm.

Heil umferð fer fram í 1. deildinni á morgun og eftir þá leiki hafa öll liðin spilað við hvert annað en leikin er þreföld umferð á þessu keppnistímabili þar sem aðeins átta lið eru í deildinni.

Leikurinn hefst eins og áður sagði kl: 19:15.

Allir að fjölmenna í frystikistuna á morgun og styðja strákana :).

Áfram Hamar!