Hamarsliðið heldur sigurgöngu sinni áfram í 1.deild karla og eru nú eina liðið sem ekki hefur tapað leik í deildinni. Fyrsti heimaleikurnn var í gær þegar nágrannar okkar frá Selfossi kíktu í frystikistuna. Fyrir leikinn höfðu strákarnir unnið Val og Breiðablik úti nokkið örugglega. FSu liðið mætti gríðarlega vel stemmt til leiks og virtist sem okkar menn væri ekki tilbúnir í verkefnið. Þegar tvær mínútur voru eftir af 1.leikhluta voru gestirnar frá Selfossi með 11-20 forustu og leiddu 14-20 þegar 2.leikhluti hófst.

Spennustigið í leiknum var hátt og nokkuð harður leikur sem dómararnir höfðu fín tök á. Hamarsstrákarnir fóru að bíta meira frá sér í 2.leikhluta og voru ákveðnari en í 1.leikhluta. Gestirnir voru samt alltaf með frumkvæðið en Hamar var tvisvar yfir í þessum leikhluta en FSu náðið alltaf forustunni aftur og þegar flautann gall í fyrrihálfleik hafði FSu 33-38 verðskuldað forustu.

Eins og í 1.leikhluta virtust strákarnir ekki tilbúnir í 3.leikhlutann og FSu hafði áfram forustuna. Þegar fjórar mínútur voru búnar af 3.leikhluta voru gestirnir með 45-56 forustu en sem betur fer vöknuð okkar drengir á þessum tímapunkti í leiknum og fóru að þjarma að Selfissingum. Varnarleikurinn batnaði og sóknin fór að ganga eins og góður Kjörís Hlunkur. Hamarsliðið náði að jafna leikinn áður en 3. leikhluta lauk og loksins var liðið farið að sýna sitt rétta andlit. Staðan fyrir síðasta hlutan jöfn 65-65.

4.leikhlutinn var spennandi en varð kannski ekki eins spennandi og margir í húsinu hédlu þegar hann hófst. Nú fór reynslan kannski að segja til sín en í okkar röðum eru strákar sem hafa kannski meiri reynslu en ungt og efnilegt FSu-lið. Það kom á daginn í stöðunni 70-74 fyrir FSu sögðu Hamarspiltar hingað og ekki lengra og gerðu útum leikinn á næstu þremur mínútum og skoruð 12 stig gegn engu hjá FSu og staðn allt í einu 82-74. Þá var aðeins formsatriði að klára leikinn þegar þarna var komið við sögu. Lokstaðan 84-78 sigur Hamarsmanna.

Gaman var að sjá hversu góð mæting var á þennan leik og stemmingin á leiknum var góð. Strákarnir vilja þakka þeim sem komu og hvetja alla til að mæta á leiki í vetur en þeir lofa tómlausri skemmtun og gleði.

Julian Nelson átti mjög góðan leik í gær og setti niður 34 stig þar af 19 í seinni hálfleik. Hann tók að auki 8 fráköst og var með 27 framlagsstig. Fyrirliðinn Halldór Gunnar Jónsson fór fyrir liðinu í seinasta leikhlutanum og setti niður þrjár mikilvægar 3. stiga körfu og hann endaði leikinn með 19 stig, 4 fráköst og 18 framlagstig. Stálhamarinn Þorsteinn Gunnlaugsson skilaði sínu og gott betur með 13 stig, 14 fráköst og 27 framlagsstig auk þess að spila frábæran varnarleik á Collin Pryor og hélt honum í aðeins 14 stigum sem er lítið á þeim bænum. Bjarni Rúnar Lárusson spilaði mjög vel í seinni hálfleik og skoraði 4 stig, tók 6 fráköst og var með 7 framlagsstig. Klárlega framlög úr öllum áttum og allir þeir sem komu við sögu í leiknum skiluðu sínu en leikmenn liðsins verða gera sér grein fyrir því að þetta gerist ekki af sjálfu sér og það verður að hafa fyrir öllum sigrum í þessari deild.

Næsti leikur er bikarleikur um komandi helgi við Álftanes úti en næsti leikur í deild er ekki fyrr en 7. nóvember á Egilstöðum.

Áfram Hamar!