Yngri flokkar Hamars 25.-26. okt. 2014

Krakkarnir í áttunda flokki karla og kvenna voru að keppa helgina 25.-26. Október á íslandsmótinu, stelpurnar spiluðu í Garðabæ og strákarnir í Hveragerði. Báðir þessir flokkar eru í samstarfi Hrunamanna og Hamars og báðum þessum flokkum gekk mjög vel á sínum mótum. Stelpurnar spiluð í B-riðli og voru spilaðir tveir leikir á laugardegi og tveir leikir á sunnudegi, strákarnir spiluð hinsvegar bara tvo leiki þar sem Afturelding boðaði forföll og spiluðu þeir sína leiki á laugardeginum í Dalnum. Líkt og áður sagði þá spiluðu bæði liðinn flottan körfubolta og var sérstaklega gaman að Myndbær Hvergerðis kom í heimsókn og náði nokkrum frábærum myndum af strákunum.

Stúlkur

Hamar/Hrunamenn – Stjarnan  39-15

Hamar/Hrunamenn – Ármann  35-37

Hamar/Hrunamenn – Haukar  28-29

Hamar/Hrunamenn – Breiðablik  34-23

Strákar

Hamar/Hrunamenn – ÍR  32-30

Hamar/Hrunamenn – ÍR b  71-7

 

Myndir af strákunum má sjá á Facebook síðu Hveragerði Mynda-bær eða í myndasafni körfuboltans hér á síðunni